Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Síminn hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/2023
 • Dagsetning: 10/10/2023
 • Fyrirtæki:

  Engin fyrirtæki finnast

 • Atvinnuvegir:

  Enginn atvinnuvegur finnst

 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Með kæru, dags. 11. ágúst 2023, hefur Síminn hf., hér eftir nefndur áfrýjandi, kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2023 frá 28. júlí 2023, þar sem fram kom að talið væri sennilegt að áfrýjandi hefði brotið gegn ákvæði 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 með því að synja Nova hf. um heildsöluaðgang að sjónvarpsrásinni Símanum Sport sem innifelur útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Var þeim tímabundnu fyrirmælum beint til áfrýjanda að hann breytti tafarlaust framangreindri háttsemi sinni og veitti keppinautum heildsöluaðgang að sjónvarpsrásinni Símanum Sport nema málefnalegar og hlutlægar ástæður lægju fyrir. 

  Þá var því einnig beint til áfrýjanda að ákvarðanir hans um að synja keppinautum á fráliggjandi mörkuðum um aðgengi og dreifingu á Símanum Sport yrðu byggðar á grundvelli málefnalegra ástæðna og skráðum verklagsreglum sem væru aðgengilegar a.m.k þeim aðilum sem verða fyrir synjun, ásamt Samkeppniseftirlitinu. Gildir hin kærða bráðabirgðaákvörðun til 31. janúar 2024. Áfrýjandi krefst þess að hin kærða bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins verði felld úr gildi. Samkeppniseftirlitið krefst þess að kæru áfrýjanda verði vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 

  Það er niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að hin kærða ákvörðun sé ekki kæranleg til nefndarinnar og því beri að vísa málinu frá nefndinni.