Samkeppni Logo

FL Group hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

Reifun

FL Group hafði keypt af Fons eignarhaldsfélagi hf. samning um kaup áfrýjanda á öllu hlutafé hins síðarnefnda í Sterling Airlines A/S, Flyselskabet A/S og Sterling Icelandic Aps. Var samruninn ekki tilkynntur til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir að FL Group færði rök fyrir því að samruninn væri ekki tilkynningarskyldur og komst eftir rannsókn að þeirri niðurstöðu að FL Group og Sterling væri skylt að tilkynna um samruna félaganna í samræmi við 17. gr. samkeppnislaga. Áfrýjunarnefnd samkeppnislaga felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og taldi lagaákvæði það sem byggt var á ekki nægjanlega skýrt og ótvírætt til að byggja á því tilkynningarskyldu eins og þessu máli var háttað.

Úrskurðir
Málsnúmer

22 / 2005

Dagsetning
21. nóvember 2005
Fyrirtæki

FL Group hf

Fons Eignarhaldsfélag hf

Samkeppniseftirlitið

Atvinnuvegir

Flugþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.