Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Toppfiskur ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 21/2005
 • Dagsetning: 11/11/2005
 • Fyrirtæki:
  • Samkeppniseftirlitið
  • Toppfiskur ehf
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun Áfrýjunarnefnd staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að taka ekki til frekari skoðunar kvörtun Toppfiska til samkeppnisráðs, þar sem hann fór þess á leit að mælt yrði fyrir um fjárhagslegan aðskilnað annars vegar milli þess hluta rekstrar útgerðarfyrirtækis sem nýtur einkaleyfis til fiskveiða og hins vegar þess hluta rekstrar sama fyrirtækis, sem sé á sviði fiskvinnslu og starfi í samkeppni við önnur fiskvinnslufyrirtæki sem ekki reki útgerð. Var talið eins og málatilbúnaði kvartanda var háttað að ekki yrði séð gegn nákvæmlega hvaða fyrirtækjum kvörtun hans væri beint og þótti ekki heldur sýnt fram á, með hvaða hætti umrædd fyrirtæki kynni að njóta opinbers einkaleyfis eða verndar í skilningi 14. gr. samkeppnislaga, sem heimilað gætu samkeppnisyfirvöldum að grípa til aðgerða. Þegar af þeirri ástæðu að kvörtun áfrýjanda fullnægði ekki skilyrðum þeim, sem gera verður til erinda til Samkeppniseftirlitsins var því ekki talinn nægur lagagrundvöllur til þess að fallast á kröfur kvartanda.