Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Og fjarskipti ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 7/2006
 • Dagsetning: 28/9/2006
 • Fyrirtæki:
  • Samkeppniseftirlitið
  • Og fjarskipti ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Önnur tengd fjarskiptaþjónusta
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að hafna því að taka kvörtun Og fjarskipta til meðferðar. Og fjarskipti hafði farið þess á leit að Samkeppniseftirlitið rannsakaði meinta misnotkunar Símans hf. á markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir ADSL tengingar, þar sem þeir töldu Símann hf. mismuna félaginu við afgreiðslu beiðna um aðgang að heimtaugum og enn fremur að félaginu væri mismunað við verðlagningu. Samkeppniseftirlitið taldi kvörtunina ekki uppfylla skilyrði málsmeðferðarreglna eftirlitsins en framsendi hana til Póst- og fjarskiptastofnunar. Taldi áfrýjunarnefndin að Samkeppniseftirlitið hefði uppfyllt skyldur sínar skv. samkeppnis- og stjórnsýslulögum og féllst því ekki á þá kröfu Og fjarskipta að málinu yrði vísað aftur til Samkeppniseftirlitsins til meðferðar.