Samkeppni Logo

Dagur Group hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

Reifun

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2006 þar sem Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Skífan (nú Dagur Group) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Skífan ítrekaði fyrri brot sín á samkeppnislögum með gerð ólögmætra samninga við Hagkaup sem fólu í sér ákvæði um einkakaup og samkeppnishamlandi afslætti. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kom fram að nefndin telji brot Skífunnar bæði augljós og alvarleg og að fyrirsvarsmönnum fyrirtækisins hafi mátt vera ljóst að umræddir samningar færu gegn samkeppnislögum sbr. fyrri ákvörðun samkeppnisráðs frá 2001. Var staðfest sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Skífunni bæri að greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt.

Úrskurðir
Málsnúmer

4 / 2006

Dagsetning
22. september 2006
Fyrirtæki

Dagur Group hf.

Samkeppniseftirlitið

Atvinnuvegir

Afþreyingarvörur (hljóm- og mynddiskar)

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.