7.12.2020

Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um nýjar samrunareglur

Drögin hafa verið birt til umsagnar á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.

Með breytingunum eru reglurnar uppfærðar með tilliti til breytinga á samkeppnislögum sem tóku gildi þann 23. júlí á þessu ári auk þess sem formfestar eru breytingar á verklagi við meðferð samrunamála sem miða að aukinni skilvirkni.

Öllum áhugasömum var boðið að koma á framfæri sjónarmiðum og ábendingum um drögin en frestur til þess rann út þann 5. desember sl.

Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað og fer fram föstudaginn 11. desember nk. kl. 11. Áhugasömum gefst þar tækifæri til þess að taka þátt í umræðum um fyrirliggjandi drög að reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum og taka þannig þátt í frekari mótun þeirra, fylgja eftir ábendingum sínum eða koma að frekari sjónarmiðum.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á samkeppni@samkeppni.is fyrir kl. 11:00 þann 10. desember nk. Hlekkur á fjarfundinn verður sendur öllum skráðum þátttakendum.