Samkeppni Logo

Senda ábendingu um samkeppnislagabrot eða óeðlilegar verðhækkanir

31. október 2025
snowcap mountain

Hér
getur þú komið á framfæri vísbendingum um samkeppnishindranir, þar á meðal um
óeðlilegar verðhækkanir eða okur á vörum og þjónustu.

Samkeppniseftirlitið
mun eins og kostur er vinna úr innkomnum ábendingum og meðal annars taka afstöðu til
þess hvort ábendingin kalli á eitthvað af eftirtöldu:

  1. Hvort rannsaka þurfi mögulega misnotkun á
    markaðsráðandi stöðu, sbr. 11. gr. samkeppnislaga.
  2. Hvort rannsaka þurfi mögulegt samráð
    keppinauta, sbr. 10. gr. samkeppnislaga.
  3. Hvort tilefni sé til aðgerða til að bæta
    virkni markaða, án þess að samkeppnislög hafi verið brotin, sbr. c-lið 1. mgr.
    16. gr. samkeppnislaga.
  4. Hvort ábendingin eigi fremur undir önnur
    stjórnvöld, t.d. Neytendastofu, Lyfjastofnun eða Seðlabankann
    (fjármálaeftirlit). Verður ábendingin þá framsend til viðkomandi stjórnvalds.

Við
förum yfir allar ábendingar og könnum hvort ástæða sé til afskipta að hálfu
Samkeppniseftirlitsins. Vegna álags getum við þó ekki ábyrgst að öllum
ábendingum verði svarað. Viljir þú fylgja ábendingu þinni nánar eftir getur þú
haft samband í gegnum netfangið samkeppni@samkeppni.is eða
í síma 585-0700.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.