Samkeppni Logo

Til upplýsinga

31. október 2025
snowcap mountain

Eins og
er stendur engin könnun yfir á vegum Samkeppniseftirlitsins.

Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er að efla virka
samkeppni í viðskiptum á Íslandi, vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum
á frelsi í atvinnurekstri, sem og gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum,
neytendum, fyrirtækjum og íslensku samfélagi í heild sinni til hagsbóta.

Til að ná fram þessum markmiðum þarf Samkeppniseftirlitið oft og tíðum að
afla upplýsinga og sjónarmiða frá fyrirtækjum, neytendum og öðrum í tengslum
við rannsóknir á málum. Hluti af þessari upplýsingaöflun eru kannanir sem
Samkeppniseftirlitið lætur framkvæma, þar sem könnunarfyrirtæki er falið að
kanna hug viðskiptavina, keppinauta, neytenda, eða annarra, eftir því sem við
á, til málefna sem skipta máli við rannsókn viðkomandi máls.

Ávallt er farið með svör einstakra aðila við slíkum könnunum sem
trúnaðarmál. Samkeppniseftirlitið fær ekki afhentar upplýsingar um svör
einstakra þátttakenda, heldur afhendir framkvæmdaraðili könnunar eftirlitinu
ópersónugreinanlegar niðurstöður. Framkvæmdaraðili könnunar undirritar ávallt
samning um trúnað og þagnarskyldu við framkvæmd hennar.

Það er þýðingarmikið fyrir Samkeppniseftirlitið að góð þátttaka sé í þeim
könnunum sem framkvæmdar eru fyrir stofnunina. Þau mál sem eftirlitið vinnur að
skipta íslenskt samfélag og landsmenn alla oftar en ekki miklu máli og því
mikilvægt að viðhorf þeirra sem leitað er til endurspeglist í niðurstöðu
framkvæmdra kannana.

Því væntir Samkeppniseftirlitið góðs samstarfs og viðleitni, hafir þú verið
valin(n) í úrtak í einni af könnunum eftirlitsins.

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir við framkvæmd kannana á
vegum Samkeppniseftirlitsins, þá er velkomið að hafa samband við Val Þráinsson,
aðalhagfræðing Samkeppniseftirlitsins, í síma 585-0717 eða í tölvupósti, valur@samkeppni.is.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.