
Nú stendur yfir fundaröð með atvinnulífi og stjórnvöldum um samkeppnismál undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundirnir eru umræðuvettvangur þar sem fjallað er um hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, þ.e. draga saman sjónarmið og upplýsingar sem að gagni geta komið við forgangsröðun verkefna og mótun áherslna. Um leið er eftirlitið að búa til vettvang til að koma sjónarmiðum á framfæri, sem vonandi gagnast öðrum þátttakendum einnig.
Fundirnir eru með misjöfnu sniði en það ræðst af eðli og efni fundanna. Sumir eru einugis ætlaðir boðsgestum sem tengjast málaflokknum sérstaklega og eru þeir smærri í sniðum en aðrir fundir eru opnir og verða þeir auglýstir sérstaklega hér á vefnum.
"*" indicates required fields