Samkeppni Logo

Stefnumótun Samkeppniseftirlitsins

31. október 2025
snowcap mountain

Samkeppniseftirlitið byggir starfsemi sína á skýrri stefnumótun sem reglulega er tekin til endurskoðunar og byggir á skýrum markmiðum.  Stefnan byggir á eftirfarandi meginþáttum:

  • Mannauðsstefnu þar sem kappkostað er að Samkeppniseftirlitið hafi á hverjum tíma úrvals starfsfólk á sínum snærum, sem býr við fyrsta flokks starfsaðstöðu, símenntun og jafnrétti
  • Innri ferlum sem stuðla að fagmennsku
  • Skýrri sýn á árangur af verkefnum stofnunarinnar

Samkeppniseftirlitið framfylgir stefnu sinni með því að setja sér markmið og leitast við að setja markmiðum sínum mælikvarða sem reglulega er fylgst með. Þessi vinna byggir á aðferðafræði árangursstjórnunar (e. “balanced scorecard”) en í því felst m.a. að stofnunin hefur sett sér svokallað stefnukort, þar sem meginmarkmið hennar eru sett fram í fjórum grunnstoðum starfseminnar, þ.e. fjármálum, mannauði, innri ferlum og afrakstri.

Stefnukort SE

Samkeppniseftirlitið hefur mótað mælikvarða sem byggja á nánar útfærðum markmiðum stefnukortsins. Jafnframt hefur eftirlitið þróað mælanleg viðmið til að fylgjast með árangri starfseminnar og móta áherslur með hliðsjón af árangri. Samkeppniseftirlitið hefur tekið upp og lagað verkstjórnar- og gagnakerfi og kerfisbundna tímaskráningu verkefna að þessu. 

Stjórn Samkeppniseftirlitsins fjallar á hverju ári um
áherslur eftirlitsins og endurskoðar þær með hliðsjón af fenginni reynslu og
mati á því hvaða áskoranir séu framundan. Í tengslum við þetta er eftir atvikum
efnt til umræðu við aðila á vettvangi neytenda, atvinnulífs og fræðasamfélagsins. 

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.