Skýrslur

Fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins - Þróun og samanburður við ýmsar efnahagsstærðir árin 2014-2024

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2023
  • Dagsetning: 8/12/2023
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið veitti fjárlagnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til fjárlaga með bréfi dagsettu 14. nóvember 2023. Umsögninni fylgdi minnisblað, Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins – Þarfagreining og þróun, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir ráðstöfun mannafla og lagt mat á það hvaða mannafla eftirlitið þurfi að hafa til þess að geta sinnt lögmætu hlutverki sínu með fullnægjandi hætti.

    Í umsögninni og minnisblaðinu er einnig fjallað um þróun fjárheimilda Samkeppniseftirlitsins á árunum 2014 til 2024.

    Í þessu umræðuskjali er gerð nánari grein fyrir þróun fjárframlaga til Samkeppniseftirlitsins og hún sett í samhengi við þróun launakostnaðar, vísitölu neysluverðs, vergrar landsframleiðslu og fjölda fyrirtækja á Íslandi frá 2014-2024.

    Þá er einnig fjallað um fjölda unninna ársverka hjá stofnuninni og þróun þeirra yfir tíma eftir meginverkefnum.