Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna samkeppnisstöðu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 27/1994
  • Dagsetning: 18/8/1994
  • Fyrirtæki:
    • Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja (SÍH) kvörtuðu yfir samkeppnisstöðu SKÝRR sem m.a. væru opinbert fyrirtæki sem nyti undanþágu frá tekjuskatti og væru markaðsráðandi. Til að taka af allan vafa um að samkeppnisrekstur SKÝRR væri ekki greiddur niður af verndaðri starfsemi fyrirtækisins mælti samkeppnisráð fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þeirrar starfsemi SKÝRR, sem laut að framleiðslu, þróun og rekstri upplýsingakerfa fyrir eigendur fyrirtækisins, frá annarri starfsemi þess sem væri á samkeppnismarkaði.