Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Sparisjóðs Siglufjarðar á afgreiðslu Glitnis á Siglufirði

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 61/2007
  • Dagsetning: 4/12/2007
  • Fyrirtæki:
    • Sparisjóður Siglufjarðar
    • Glitnir
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Viðskiptabankaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Með bréfi dags. 24. nóvember 2006 fór Samkeppniseftirlitið fram á að fá senda samrunatilkynningu vegna kaupa Sparisjóðs Siglufjarðar á afgreiðslu Glitnis á Siglufirði en tilkynningu um viðskiptin mátti þá finna á vefsíðu Sparisjóðsins. Að loknum nokkrum bréfaskiptum barst Samkeppniseftirlitinu samrunaskrá vegna samrunans þann 24. júlí 2007. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins benti ekki til þess að röskun yrði á samkeppni vegna samruna aðila enda væru afgreiðslur sparisjóðsins og Glitnis á Siglufirði lítt rekstrarvænlegar í þeirri mynd sem þær voru reknar. Sá Samkeppniseftirlitið því ekki tilefni til þess að aðhafast vegna samrunans.