Skilgreining

Samrunareglur eru einn af hornsteinum samkeppnisréttarins og gegna mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir að samkeppnislegri gerð markaða sé breytt, með samruna eða yfirtöku, á þann hátt að samkeppni hverfi eða skerðist.

Í íslenskum samkeppnislögum (tengill í lög á vef Alþingis – opnast í nýjum glugga) nr. 44/2005 er kveðið á um samruna í 17. gr. og 17. gr. a til 17. gr. e laganna. Samkeppniseftirlitið hefur eftirlit með samrunum fyrirtækja sem falla undir ákvæði þessi, sbr. og reglur Samkeppniseftirlitsins nr. 1390/2020

Í hnotskurn

Þegar fyrirtæki sameinast eða eitt fyrirtæki nær yfirráðum, beint eða óbeint, yfir öðru fyrirtæki þarf að skoða hvort samrunafyrirtækin muni ná markaðsráðandi stöðu, markaðsráðandi staða þeirra muni styrkjast eða hvort samkeppni á viðkomandi markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Tilkynna þarf samruna til Samkeppniseftirlitsins að nánari skilyrðum uppfylltum. Samkeppniseftirlitið getur ógilt samruna eða sett skilyrði fyrir framgangi samruna.

Tilkynningaskylda fyrirtækja í samrunamálum

Samrunareglur samkeppnislaga mæla fyrir um að fyrirtæki sem öðlast yfirráð yfir öðru fyrirtæki séu tilkynningarskyld þegar ákveðin skilyrði þar eru uppfyllt. Þannig er skylt að tilkynna samruna til Samkeppniseftirlitsins þegar sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja eru 3 milljarðar kr. eða meira á Íslandi og að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 300 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvert um sig. Samkeppniseftirlitið hefur þó heimild til að krefja samrunaaðila um samrunatilkynningu þrátt fyrir að framangreind skilyrði séu ekki uppfyllt ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en 1,5 milljarður kr. á ári.

Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en þó eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað. Samruni sem fellur undir ákvæði samkeppnislaga skal því ekki koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.

Í samrunatilkynningu skal veita upplýsingar um samrunann, þau fyrirtæki sem honum tengjast, um viðkomandi markaði og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Í reglum Samkeppniseftirlitsins nr. 1390/2020 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum eru nánar tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu. Heimild er til styttri tilkynningar ef uppfyllt eru eitt af skilyrðum a til e liðar 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, svo sem ef þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir.

Greiða þarf sérstakt samrunagjald við afhendingu samrunatilkynningar að upphæð kr. 500.000 fyrir lengri tilkynningu og 200.000 fyrir styttri tilkynningu. Bankareikningur 0001-26-25874, kt. 540269-6459. Senda þarf kvittun á netfangið samkeppni@samkeppni.is

Heimild Samkeppniseftirlitsins til ógildingar samruna eða setningar skilyrða

Samkeppniseftirlitið getur ógilt samruna eða sett honum skilyrði ef stofnunin telur að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Samkeppniseftirlitið skal innan 25 virkra daga tilkynna þeim aðila sem sent hefur stofnuninni samrunatilkynningu ef hún telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Ákvörðun um ógildingu samruna skal taka eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að slík tilkynning hefur verið send. Setji samrunaaðilar, sem óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið, fram möguleg skilyrði vegna samrunans á 55. virka degi annars fasa rannsóknar eða síðar, framlengist frestur til rannsóknar samrunans sjálfkrafa um 15 virka daga. Óski samrunaaðilar þess er Samkeppniseftirlitinu heimilt að framlengja framangreinda fresti til rannsóknar samruna um allt að 20 virka daga.

Þegar um er að ræða styttri tilkynningu getur Samkeppniseftirlitið krafist lengri tilkynningar ef skilyrði 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga eru ekki uppfyllt eða slíkt þykji nauðsynlegt til að meta samkeppnisleg áhrif samrunans.

Samrunagjald

Greiða þarf sérstakt samrunagjald við afhendingu samrunatilkynningar að upphæð kr. 500.000 fyrir lengri tilkynningu og kr. 200.000 fyrir styttri tilkynningu. Í samkeppnislögum kemur fram að fyrirtæki sem tilkynnir samruna skuli greiða samrunagjaldið. Frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samruna byrja að líða þegar fullnægjandi samrunaskrá hefur borist eftirlitinu og samrunagjald hefur verið greitt.

Greiðsluupplýsingar: Bankareikningur 0001-26-25874, kt. 540269-6459.

Senda þarf kvittun á netfangið samkeppni@samkeppni.is

Samrunatilkynningar

Hvenær á að tilkynna samruna?

Samrunareglur samkeppnislaga mæla fyrir um að fyrirtæki sem öðlast yfirráð yfir öðru fyrirtæki séu tilkynningarskyld þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Þannig er skylt að tilkynna samruna til Samkeppniseftirlitsins þegar sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 3 milljarðar kr. eða meira á Íslandi og að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 300 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvert um sig. Samkeppniseftirlitið hefur þó heimild til að krefja samrunaaðila um samrunatilkynningu þrátt fyrir að framangreind skilyrði séu ekki uppfyllt ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en 1,5 milljarður kr. á ári.

Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað. Samruni sem fellur undir ákvæði samkeppnislaga skal því ekki koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.

Hvað þarf að koma fram í tilkynningu um samruna?

Í samrunatilkynningu skal veita upplýsingar um samrunann, þau fyrirtæki sem honum tengjast, um viðkomandi markaði og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Í reglum Samkeppniseftirlitsins nr. 1390/2020 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum eru nánar tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu. Heimild er til styttri tilkynningar ef uppfyllt eru eitt af skilyrðum a til e liðar 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, svo sem ef þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir.

Í viðauka I við framangreindar reglur kemur fram nákvæm skrá yfir þær upplýsingar sem koma skulu fram í tilkynningu um samruna til Samkeppniseftirlitsins. Heimild er til styttri tilkynningar ef uppfyllt eru eitt af skilyrðum a til e liðar 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, svo sem ef þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir. Í slíkum tilvikum þarf ekki að veita jafn víðtækar upplýsingar og þegar um hefðbundna samrunatilkynningu er að ræða og er tæmandi talning þeirra upplýsinga sem skulu fylgja styttri tilkynningu að finna í viðauka II í reglum Samkeppniseftirlitsins nr. 1390/2020 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

Undirritaðri samrunaskrá skal skilað til Samkeppniseftirlitsins á 2. hæð í Borgartúni 26, Reykjavík.

Greiða þarf sérstakt samrunagjald við afhendingu samrunatilkynningar að upphæð kr. 500.000 fyrir lengri tilkynningu og 200.000 fyrir styttri tilkynningu. Reikningsnúmerið er 001-26-25874, kt. 540269-6459. Í skýringu þarf að koma fram fyrir hvaða samruna er verið að greiða og senda skal kvittun um greiðsluna á netfangið samkeppni@samkeppni.is.

Hvenær mega samrunar fyrirtækja koma til framkvæmda?

Þegar samrunar hafa verið tilkynntir til Samkeppniseftirlitsins megi þeir ekki koma til framkvæmda fyrr en eftirlitið hefur lokið umfjöllun sinni um þá. Þannig skal tilkynna um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað.

Samkeppniseftirlitið hefur 25 virka daga til athugunar á samkeppnislegum áhrifum samruna eftir að tilkynnt hefur verið um hann með fullnægjandi hætti (fasi I). Telji Samkeppniseftirlitið ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna skal stofnunin tilkynna samrunaaðilum um það. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ógildingu eða setningu skilyrða samruna skal taka eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að viðkomandi fyrirtækjum var send tilkynning um frekari rannsókn á samrunanum (fasi II). Setji samrunaaðilar, sem óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið, fram möguleg skilyrði vegna samrunans á 55. virka degi annars fasa rannsóknar eða síðar, framlengist frestur til rannsóknar samrunans sjálfkrafa um 15 virka daga. Óski samrunaaðilar þess er Samkeppniseftirlitinu heimilt að framlengja framangreinda fresti til rannsóknar samruna um allt að 20 virka daga. Samruninn má ekki koma til framkvæmda á meðan slík rannsókn stendur yfir.

Í 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga kemur fram að Samkeppniseftirlitið geti samkvæmt beiðni veitt undanþágu frá banni við framkvæmd samruna á meðan eftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Beiðnin skal vera rökstudd og skriflega. Undanþágu er heimilt að binda skilyrðum í þeim tilgangi að tryggja virka samkeppni.

Heimild Samkeppniseftirlitsins til ógildingar samruna eða setningar skilyrða

Allir tilkynntir samrunar eru rannsakaðir af Samkeppniseftirlitinu með tilliti til þess hvort þeir muni raska samkeppni á markaði með umtalsverðum hætti eða hvort markaðsráðandi staða verður til eða að slík staða styrkist. Ef slíkt á ekki við eru samrunar samþykktir án íhlutunar eftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið getur ógilt samruna eða sett honum skilyrði ef stofnunin telur að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið telji að tilkynntur samruni gæti haft skaðleg áhrif á samkeppni getur slíkur samruni verið samþykktur með skilyrðum sem koma í veg fyrir skaðleg áhrif samrunans. Er slíkt gert með sátt við samrunaaðila á grundvelli 17. gr. f. Samkeppniseftirlitið hefur síðan eftirlit með því hvort þessum skilyrðum sé fylgt og getur gripið til aðgerða ef svo er ekki.

Samkeppniseftirlitið skal innan 25 virkra daga tilkynna þeim aðila sem sent hefur stofnuninni samrunatilkynningu ef hún telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans.Ákvörðun um ógildingu samruna skal taka eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að slík tilkynning hefur verið send, nema framangreind atriði sem geta haft áhrif á tímafresti eigi við.

Brot á tilkynningarskyldu og banni við framkvæmd samruna

Vakin er athygli á því að lagaskylda er til tilkynninga á samrunum sem uppfylla skilyrði samkeppnislaga. Þá kemur einnig fram í samkeppnislögum bann við því að framkvæma samruna áður en Samkeppniseftirlitið hefur lokið umfjöllun um hann. Í þeim tilvikum sem brotið er gegn tilkynningarskyldu og banni við því að samruni komi til framkvæmda ber Samkeppniseftirlitinu skylda til þess að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem standa að slíkum brotum. Þegar sett hafa verið skilyrði fyrir samruna á grundvelli sáttar varðar það einnig stjórnvaldssektum þegar brotið er gegn slíkum skilyrðum. Nánar er fjallað um þetta í IX. kafla samkeppnislaga um viðurlög.

Sektir geta numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að broti. Ef brot samtaka fyrirtækja tengjast starfsemi aðila þeirra skal fjárhæð sektar ekki vera hærri en 10% af heildarveltu hvers aðila þeirra sem er virkur á þeim markaði sem brot samtakanna tekur til. Við ákvörðun á fjárhæð sekta skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota, hvað brot hafa staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða.

Staða samrunamála

Hér er hægt að kynna sér stöðu nýjustu samrunamála sem eru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu. Ítarlegri stöðu sem og lista yfir mál sem búið er að rannsaka á árinu er hægt að skoða á síðunnni „Staða samrunamála“. Loks er þar einnig að finna ítarlegri upplýsingar um tímafresti og málsmeðferð samrunamála. Athugið að samrunamál kunna að standa yfir á forviðræðustigi, en slíkar forviðræður eru háðar trúnaði og þau mál birtast þá ekki á neðangreindum lista.

Meðferð samrunamála og málshraði

Samkeppniseftirlitið kappkostar að afgreiða mál á eins skömmum tíma og frekast er unnt en eðli málsins samkvæmt geta rannsóknir á fyrirhuguðum samrunum verið flóknar og yfirgripsmiklar. Á meðan rannsókn stendur yfir mega samrunar ekki koma til framkvæmda.

Samkeppniseftirlitið tekur samruna ekki til rannsóknar fyrr en fullnægjandi samrunatilkynningu hefur verið skilað til eftirlitsins. Það þýðir með öðrum orðum að viðkomandi samrunatilkynning sé í samræmi við reglur Samkeppniseftirlitsins um tilkynningar og málsmeðferð samrunamála og inniheldur þar af leiðandi nauðsynlegar upplýsingar um atriði sem geta skipt máli við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans.

Þegar samrunatilkynning hefur borist sem Samkeppniseftirlitið metur fullnægjandi byrja lögbundnir tímafrestir að líða og þá birtist samruninn á yfirlitinu hér að ofan.

Samkeppniseftirlitið og fyrirtæki geta einnig átt í forviðræðum um samruna til þess að undirbúa tilkynningu og væntanlega málsmeðferð. Slíkar viðræður eru háðar trúnaði og fara fram áður en tilkynningu er skilað og áður en frestir byrja að líða.

Tímafrestir í samrunamálum

Samkeppniseftirlitið hefur 25 virka daga til athugunar á samkeppnislegum áhrifum samruna eftir að tilkynnt hefur verið um hann með fullnægjandi hætti. Á þessu stigi telst rannsóknin vera á „fasa l.“

Telji Samkeppniseftirlitið ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna skal stofnunin tilkynna samrunaaðilum um það. Nefnist sá hluti rannsóknar „fasi ll.“

Skal ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ógildingu eða setningu skilyrða samruna liggja þá fyrir, eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að viðkomandi fyrirtækjum var send tilkynning um frekari rannsókn á samrunanum (þ.e. fasa II tilkynning).

Leggi samrunaaðilar, sem óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið, fram möguleg skilyrði vegna samrunans á 55. virka degi annars fasa rannsóknar eða síðar, framlengist frestur til rannsóknar samrunans sjálfkrafa um 15 virka daga.

Óski samrunaaðilar þess er Samkeppniseftirlitinu heimilt að framlengja framangreinda fresti til rannsóknar samruna um allt að 20 virka daga.

Allir tilkynntir samrunar eru rannsakaðir af Samkeppniseftirlitinu með tilliti til þess hvort markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist, eða leiði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ef slíkt á ekki við eru samrunar samþykktir án íhlutunar eftirlitsins.

Algengar spurningar

Samruni í skilningi samkeppnislaga telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum til frambúðar í eftirtöldum fjórum tilvikum:

  • vegna samruna tveggja eða fleiri fyrirtækja eða hluta úr fyrirtækjum sem áður störfuðu sjálfstætt
  • þegar fyrirtæki tekur yfir annað fyrirtæki
  • vegna þess að einn eða fleiri aðilar, sem þegar hafa yfirráð yfir a.m.k. einu fyrirtæki, eða eitt eða fleiri fyrirtæki ná beinum eða óbeinum yfirráðum, í heild eða að hluta, yfir einu eða fleiri fyrirtækjum til viðbótar með því að kaupa verðbréf eða eignir, með samningi eða öðrum hætti
  • með stofnun fyrirtækis um sameiginlegt verkefni sem gegnir til frambúðar allri starfsemi sjálfstæðrar efnahagseiningar

Yfirtaka eins fyrirtækis á öðru eða samruni fyrirtækja getur leitt til þess að samkeppni, sem hefur verið til staðar, minnkar eða hverfur jafnvel alveg. Þannig getur orðið til fyrirtæki sem hefur markaðsráðandi stöðu eða jafnvel einokun á markaðnum. Slíkt getur skaðað neytendur með hærra vöruverði, minna vöruúrvali og minni nýsköpun. Með því að hafa eftirlit með samrunum fyrirtækja er hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni.

Samrunareglur eru þannig einn af hornsteinum samkeppnisréttarins og gegna mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir að samkeppnislegri gerð markaða sé breytt, með samruna eða yfirtöku, á þann hátt að samkeppni hverfi eða skerðist.

Tilkynningarskylda samrunaaðila verður virk þegar sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 3 milljarðar kr. eða meira á Íslandi og að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 300 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvers um sig.

Samkeppniseftirlitið hefur þó heimild til að krefja samrunaaðila um tilkynningu um samrunann sem ekki uppfylla þessi skilyrði ef stofnunin telur að dregið geti umtalsvert úr virkri samkeppni og ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en e1,5 milljarður kr. á ári.

Þá er heimilt að tilkynna um samruna með styttri tilkynningu ef að minnsta kosti eitt af þeim skilyrðum sem fram koma í a til e lið 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, svo sem ef þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir.

Tilkynna skal um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað. Samruni sem fellur undir ákvæði samkeppnislaga skal ekki koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.

Samkeppniseftirlitið hefur 25 virka daga til athugunar á samkeppnislegum áhrifum samruna eftir að tilkynnt hefur verið um hann. Telji Samkeppniseftirlitið ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna skal stofnunin tilkynna samrunaaðilum um það. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ógildingu eða setningu skilyrða samruna skal taka eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að viðkomandi fyrirtækjum var send tilkynning um frekari rannsókn á samrunanum. Við ákveðna aðstæður framlengist þessi frestur.
Samruninn má ekki koma til framkvæmda á meðan slík rannsókn stendur yfir.

Það er almennt talið að samrunar smærri fyrirtækja séu ekki skaðlegir samkeppni. Þess vegna er samkvæmt samkeppnislögum aðeins skylt að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna þegar sameiginleg ársvelta þeirra fyrirtækja sem renna eiga saman er þrír milljarðar króna eða meira á Íslandi. Einnig þarf það skilyrði fyrir tilkynningaskyldu að vera uppfyllt að a.m.k. tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samruna séu, hvert um sig, með að lágmarki 300 m.kr. ársveltu á Íslandi. Þrátt fyrir þessi almennu veltuskilyrði hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að krefjast tilkynningar um samruna ef sameiginleg heildarvelta samrunafyrirtækja er meira en 1,5 milljarður króna. Samkeppniseftirlitið beitir þessari heimild þó aðeins í undantekningartilvikum, þ.e. þegar eftirlitið telur að samruni sem ekki uppfyllir hin almennu veltuskilyrði geti dregið úr virkri samkeppni.

Samruni fyrirtækja sem starfa á sama samkeppnismarkaði, svokallaður láréttur samruni, getur verið skaðlegur fyrir samkeppni á þeim markaði sem samrunafyrirtækin starfa. Keppinautum á viðkomandi markaði fækkar um a.m.k. einn við samrunann en það getur verið óheppilegt hér á landi þar sem mikið er um svokallaða fákeppnismarkaði. Sem dæmi um fákeppnismarkaði hér á landi má nefna flugmarkaðinn, markað fyrir áætlunarsiglingar fraktskipa og olíumarkaðinn. Samruni getur þegar þannig stendur á leitt til þess að hið sameinaða fyrirtækið komist í markaðsráðandi stöðu eða styrki markaðsráðandi stöðu sem hefur verið fyrir hendi áður en til samrunans kom. Í þeim tilvikum sem samruni fyrirtækja er talinn vera skaðlegur samkeppni getur Samkeppniseftirlitið ógilt samrunann eða sett honum skilyrði sem ætlað er að eyða skaðanum.

Loks má benda á að samruni smærri fyritækja á tilteknum markaði getur stundum verið æskilegur og leitt til virkari samkeppni á markaðnum. Með samrunanum geta hin sameinuðu fyrirtæki nefnilega veitt stærri keppinautum á viðkomandi markaði meira og styrkara samkeppnislegt aðhald en þau gátu hvert í sínu lagi.

Í samrunatilkynningu skal veita upplýsingar um samrunann, þau fyrirtæki sem honum tengjast, um viðkomandi markaði og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Í viðauka I í reglum Samkeppniseftirlitsins nr 1390/2020, um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, sem aðgengilegar eru á heimasíðu þess, eru nánar tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu.

Heimild er til styttri tilkynningar ef uppfyllt eru eitt af skilyrðum a til e liðar 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, svo sem ef þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir. Í slíkum tilvikum þarf ekki að veita jafn víðtækar upplýsingar og þegar um hefðbundna samrunatilkynningu er að ræða og er tæmandi talning þeirra upplýsinga sem skulu fylgja styttri tilkynningu að finna í viðauka II í reglum Samkeppniseftirlitsins nr. 1390/2020 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

Í 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er fjallað um samruna fyrirtækja og úrræði samkeppnisyfirvalda þar að lútandi. Samkeppniseftirlitið hefur heimildir til að ógilda samruna fyrirtækja telji eftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða, eins eða fleiri fyrirtækja, verði til eða slík staða styrkist. Niðurstöður Samkeppniseftirlitsins varðandi lögmæti samruna eru grundvölluð á upplýsingum sem viðkomandi samrunafyrirtækjum ber að leggja fram. Á grundvelli 3. mgr. 17. gr. samkeppnislaga hefur eftirlitið sett sér reglur nr. 1390/2020 þar sem nánar eru tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu um samruna. Í slíkri tilkynningu skulu vera þær upplýsingar, þar á meðal skjöl, sem óskað er eftir í skrá um upplýsingar í viðauka við ofangreindar reglur nr. 1390/2020 Upplýsingarnar skulu vera réttar og fullnægjandi. Skrá yfir upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um samruna fyrirtækja má finna hér.

Allir tilkynntir samrunar eru rannsakaðir af Samkeppniseftirlitinu með tilliti til þess hvort þeir muni raska samkeppni á markaði með umtalsverðum hætti eða hvort markaðsráðandi staða verður til eða að slík staða styrkist. Ef slíkt á ekki við eru samrunar samþykktir án íhlutunar eftirlitsins.

Telji Samkeppniseftirlitið á hinn bóginn að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur eftirlitið ógilt samruna eða sett honum skilyrði.

Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið telji að tilkynntur samruni gæti haft skaðleg áhrif á samkeppni getur slíkur samruni verið samþykktur með skilyrðum sem koma í veg fyrir skaðleg áhrif samrunans. Samkeppniseftirlitið hefur síðan eftirlit með því hvort þessum skilyrðum sé fylgt og getur gripið til aðgerða ef svo er ekki.