Samkeppni Logo

Breyting á skilyrðum vegna eignarhalds Símans á Skjánum – Niðurfelling ákvörðunar nr. 10/2005.

Reifun

Þann 15. apríl 2015 greindi Samkeppniseftirlitið frá því að heimasíðu sinni að Símann hf. og Skjárinn ehf. hafi óskað eftir niðurfellingu á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005, Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. Í nýrri ákvörðun er félögunum heimilt að sameina sinn rekstur. Forsenda sameiningarinnar er að aðilar hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið um að hlíta ítarlegum skilyrðum sem vinna eiga gegn því að rekstrarleg sameining félaganna raski samkeppni á mörkuðum fyrir sjónvarpsdreifingu og áskriftarsjónvarp.

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt ítarlega ákvörðun, nr. 20/2015, á heimasíðu sinni. Þar er fjallað um þau skilyrði sem sett eru fyrir breytingu á skilyrðunum og sameiningunni og rakin meðferð málsins og sjónarmið aðila á markaði. Frétt vegna málsins, dags. 15. apríl 2015, má nálgast hér.

Ákvarðanir
Málsnúmer

20 / 2015

Dagsetning
2. júlí 2015
Fyrirtæki

Síminn hf.

Skjárinn ehf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.