Samkeppni Logo

Starfsemi Íslandsrótar Auðkennis

Reifun

Félagið Auðkenni sem rekur m.a. svokallað Auðkennislyklakerfi óskaði eftir undanþágu frá bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga vegna reksturs Íslandsrótar á vegum félagsins. Íslandsrót er gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um rafræn skilríki og auðkenni skv. þeim. Stendur til að hýsa á debetkortum einkalykil fólks sem geymir auðkenni þeirra. Þann lykil má svo nota til auðkenningar á lýðnetinu og til rafrænna undirskrifta. Hefur Samkeppniseftirlitið þegar fjallað um samstarf greiðslukortafyrirtækja vegna útgáfu korta með örgjörva sbr. ákvörðun nr. 18/2010 Heimild fyrir Fjölgreiðslumiðlun hf. til að stýra innleiðingu og kynningu á örgjörvatækni vegna greiðslukorta. Samkeppniseftirlitið taldi rétt að veita Auðkenni undanþágu frá banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samstarfi vegna reksturs Íslandsrótar þar sem skilyrðum slíkrar undanþágu væri fullnægt. Var undanþágan bundin skilyrðum og tímabundin.

Ákvarðanir
Málsnúmer

26 / 2010

Dagsetning
5. október 2010
Fyrirtæki

Auðkenni ehf.

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.