Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Beiðni Olíudreifingar ehf. og Skeljungs hf. um framlengingu á undanþágu vegna söfnunar og förgunar á úrgangsolíu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2018
 • Dagsetning: 28/11/2018
 • Fyrirtæki:
  • Skeljungur hf.
  • Olíudreifing ehf.
 • Atvinnuvegir:

  Enginn atvinnuvegur finnst

 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar beiðni Skeljungs hf. og Olíudreifingar ehf. um að undanþága sem Samkeppniseftirlitið veitti á grundvelli ákvæðis 15. gr. samkeppnislaga með ákvörðun nr. 24/2013, Ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna samstarfs félaganna um söfnun og förgun á úrgagnsolíu, yrði framlengd. Að mati Samkeppniseftirlitsins hafa þær forsendur sem lágu til grundvallar veitingu undanþágu með ákvörðun nr. 24/2013 ekki breyst og eru skilyrði 15. gr. samkeppnislaga enn uppfyllt í málinu. Fellst Samkeppniseftirlitið því á að framlengja umrædda undanþágu til 30. nóvember 2023 með sömu skilyrðum og sett voru með hinni fyrri ákvörðun.