Með bréfi, dags. 5. mars 2008 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup IP-fjarskipta ehf. á öllu hlutafé í Ódýra símafélaginu ehf. og síðan kaup Teymis hf. á 51% hlutafjár í IP-fjarskiptum ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samrunann eftir að sátt var gerð í málinu við Teymi hf. og IP-fjarskipti ehf. um setningu skilyrða sem ætlað er að tryggja að full óskoruð samkeppni muni ríkja á milli Vodafone og IP-fjarskipta ehf. (Tals).
Máli þessu var áfrýjað. Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2009
36 / 2008
IP-fjarskipti ehf
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Samrunamál
"*" indicates required fields