Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna sölumeðferðar á IP-fjarskiptum ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 43/2009
 • Dagsetning: 21/12/2009
 • Fyrirtæki:
  • Medine-Lux S.á.r.l.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Medine-Lux S.à.r.l. kvartaði yfir sölumeðferð á Tali. Hafði fyrirtækið lagt fram sölutilboð í Tal og verið hafnað af hálfu Teymis. Taldi félagið að þetta færi í bága við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2009. Í forsendum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins kom fram að Teymi hafi verið heimilt að láta sölutilraunir Tals bíða þar til fullnægjandi rekstrarupplýsingar lægju fyrir, að teknu tilliti til þeirra fresta sem eru í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2009. Þá var ekki véfengd sú staðhæfing Teymis um að félagið hefði ekki haft upplýsingar um verðmat á hlutum í Tali. Var því ekki talið Teymi hefði brotið gegn skilyrðum ákvörðunar nr. 27/2009. Var því ekki talin ástæða til aðhafast frekar vegna kvörtunar Medine-Lux S.à.r.l.