Samkeppni Logo

Brot á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008 Samruni Teymis hf. og IP-fjarskipta ehf. og 10. gr. samkeppnislaga

Reifun

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á starfstöðvum Teymis, Og fjarskipta og Tals þann 7. janúar sl. Þann 26. janúar 2009 tók eftirlitið ákvörðun til bráðabirgða, nr. 1/2008, í því skyni að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals gagnvart Vodafone, á meðan á rannsókn stæði. Var mælt fyrir um breytingar á stjórnarskipan hjá Tali, auk þess sem tiltekin ákvæði í samningi Tals og Vodafone voru ógilt.  Með ákvörðun nr. 8/2009, frá 27. febrúar sl., var að nýju mælt fyrir um aðgerðir til að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals. Komist var að þeirri niðurstöðu að Teymi og Og-fjarskipti hefðu brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga og skilyrðum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008 með samstilltum aðgerðum og samkomulagi við IP fjarskipti ehf. (Tal) sem miðaði að því að draga úr samkeppnislegu sjálfstæði Tals og vinna gegn því að Tal keppti viðOg fjarskipti og með tilteknum ákvæðum í samningi Tals við Og fjarskipti um aðgang að farsímaneti, dags. 11. apríl 2008. Voru ákvæðin talin til þess fallin að draga úr samkeppni á markaði. Teymi greiðir 70 m.kr. í stjórnvaldssekt vegna brotanna. Jafnframt er mælt fyrir um að Teymi selji frá sér eignarhlut sinn í Tali innan tiltekinna tímamarka. Á meðan á sölumeðferð stendur er mælt fyrir um aðgerðir til að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals gagnvart Og-fjarskipti.

Ákvarðanir
Málsnúmer

27 / 2009

Dagsetning
20090702
Fyrirtæki

Og fjarskipti ehf.

Og fjarskipti hf. (Vodafone)

Síminn hf.

Tal

Teymi ehf.

Vodafone

Atvinnuvegir

Farsímanet (grunnet og þjónusta)

Fastanet (grunnnet og þjónusta)

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Markaðsyfirráð

Ólögmætt samráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.