Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Geysis Green Energy á Jarðborunum

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 29/2008
 • Dagsetning: 7/5/2008
 • Fyrirtæki:
  • Geysir Green Energy ehf.
  • Jarðboranir hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Orkumál
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um kaup Geysis Green Energy hf. (GGE) á öllu hlutafé í Jarðborunum hf. þann 8. ágúst 2007. Undir meðferð málsins breyttist uppbygging GGE verulega vegna samruna við Reykjavík Energy Invest hf. (REI). Var síðar fallið frá þeim samruna. Tilkynntu aðilar ekki um þessar breytingar á starfsemi GGE svo sem skylt er skv. reglum um tilkynningu samruna nr. 881/2005. Tafðist afgreiðsla Samkeppniseftirlitsins á samruna GGE og Jarðborana af þessum sökum. Fullnægjandi upplýsingar bárust loks 19. febrúar 2008. Efnisleg rannsókn á áhrifum samrunans leiddi ekki í ljós nein samkeppnisleg vandkvæði þannig að ekki er tilefni til íhlutunar Samkeppniseftirlitsins.