Samkeppni Logo

Misnotkun Skífunnar á markaðsráðandi stöðu sinni

Reifun

Samkeppniseftirlitsins komst að þeirri niðurstöðu að Skífan (nú Dagur Group) hefði gerst sek um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Þetta gerði Skífan með gerð samninga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum, sem fólu í sér einkakaup og samkeppnishamlandi afslætti. Með einkakaupum í þessu samhengi var átt við að Hagkaup skuldbundu sig til að kaupa í heildsölu tiltekið hátt hlutfall af öllum umræddum vörum eingöngu af Skífunni. Með samningunum voru keppinautar Skífunnar í heildsölu á hinum tilgreindu vörum nánast útilokaðir frá viðskiptum við Hagkaup sem er stór seljandi á m.a. hljómdiskum. Skífan hafði jafnframt áður gerst brotleg með sambærilegum hætti árið 2001 og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti árið 2004 og fyrirtækinu gert að greiða 12 m. kr. sekt. Einnig hafði á árinu 2004 komið til kasta samkeppnisráðs að fjalla um samruna Skífunnar við önnur fyrirtæki var þar tekið fram að heildsölu Skífunnar væri óheimilt að gera þá kröfu til viðskiptavina sinna að tiltekið hlutfall í vöruvali þeirra í einstökum vöruflokkum afþreyingarefnis skyldi keypt í heildsölu af Skífunni. Hafði Skífan (nú Dagur Group) nú ítrekað brot sitt á samkeppnislögum frá árinu 2001 og það með enn umfangsmeiri og alvarlegri hætti en áður og því gert að greiði 65 m.kr. stjórnvaldssekt.

Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2006.

Ákvarðanir
Málsnúmer

20 / 2006

Dagsetning
16. júní 2006
Fyrirtæki

Skífan hf.

Atvinnuvegir

Afþreyingarvörur (hljóm- og mynddiskar)

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Markaðsyfirráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.