Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnisaðstæður í skipasmíðaiðnaði

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/1994
 • Dagsetning: 5/12/1994
 • Fyrirtæki:
  • Normi ehf
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Kvartað var yfir því að fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði byggju ekki við jafna aðstöðu til öflunar verkefna, nytu ekki sömu kjara hvað varðaði dráttarbrautagjöld og sættu mismunun varðandi styrki og fyrirgerislu úr opinberum sjóðum. Með vísan til d.-liðs 2. mgr. 5. gr. samkeppnislaga benti samkeppnisráð ráðherra á nauðsyn þess að hlutaðeigandi ákvæði hafnalaga yrðu endurskoðuð með það fyrir augum að mismunun varðandi aðgang að styrkjum byggð á eignarhaldi skipasmíðastöðva yrðu afnumin. Slík breyting á hafnalögum myndi gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að skipasmíðamarkaðnum.

  Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1995