Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Skaðleg samþjöppun í mjólkuriðnaði og áhrif búvörulaga á samkeppni

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2009
 • Dagsetning: 10/12/2009
 • Fyrirtæki:

  Engin fyrirtæki finnast

 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2009 Samruni Kaupfélags Skagfirðinga svf. og Mjólku ehf./Eyjabús ehf. er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga nr. 44/2005. Þar sem samruninn falli ekki undir gildissvið samkeppnislaga, sbr. 71. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, skorti Samkeppniseftirlitinu hins vegar lagaheimild til að grípa til íhlutunar á grundvelli 17. gr. c. laganna og afstýra þeim samkeppnishömlum sem af honum leiða.

  Tildrög málsins voru þau að þann 18. ágúst 2009 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf. (Torfgarðs ehf.), Íslenskrar vöruþróunar ehf. og Vogabæjar ehf. Í samrunatilkynningunni var vikið að því að samhliða kaupum Kaupfélags Skagfirðinga (hér eftir KS) á hlut í Vogabæ hefði KS keypt 87,5% hlut í Mjólku. Töldu samrunaaðilar samruna KS og Mjólku ekki tilkynningarskyldan þar sem hann væri undanþeginn samrunaeftirliti á grundvelli 71. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Samkeppniseftirlitið gat ekki fallist á framangreint og taldi að þótt 71. gr. búvörulaga heimilaði afurðastöðvum í mjólkuriðnaði að sameinast þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga þá væru allir samrunar eftir sem áður tilkynningarskyldir til eftirlitsins uppfylltu þeir veltuskilyrði laganna. Að sama skapi hefðu samrunaaðilar ekki rökstudd það með neinum hætti, s.s. með gögnum um að Mjólka tæki við mjólk frá mjólkurframleiðendum, að fyrirtækið teldist afurðastöð í skilningi búvörulaga. Áréttaði Samkeppniseftirlitið að réttarstaða Mjólku gagnvart búvörulögum væri að mörgu leyti óljós og eins hefði Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að Mjólka tæki ekki við mjólk frá mjólkurframleiðendum. Gæti fyrirtækið því vart talist afurðastöð í skilningi búvörulaga og félli þar af leiðandi ekki undir undanþáguákvæði 71. gr. búvörulaga.

Tengt efni