9.8.2023

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísar tveimur málum aftur til Samkeppniseftirlitsins

  • Untitled-design-2023-08-09T150513.348

Í gær gengu tveir úrskurðir í áfrýjunarnefnd samkeppnismála, í málum nr. 1/2023 og 2/2023. Varða þeir ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins frá 2. mars 2023 um að hætta rannsókn á grundvelli samrunatilkynninga sem vörðuðu apótek Lyfja og heilsu hf. í Glæsibæ og Lyfjavals hf. í Mjóddinni.

Í úrskurðum sínum leggur áfrýjunarnefnd fyrir Samkeppniseftirlitið að ljúka meðferð málanna í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Eru málin því aftur komin til meðferðar hjá eftirlitinu.