14.7.2023

Ekki forsendur til að íhlutast vegna samruna Vélsmiðju Orms og Stálsmiðjunnar-Framtaks

  • Untitled-design-2023-07-14T173937.000

Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar kaup Vélsmiðju Orms ehf. á öllu hlutafé Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. Fyrirtækin eru keppinautar meðal annars í viðgerðum og viðhaldi skipa, en fáir búa yfir slippaðstöðu hérlendis, einkum til upptöku stærri skipa.

Af ofangreindri ástæðu og vegna mögulegra skaðlegra áhrifa samrunans taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að taka viðskiptin til ítarlegrar rannsóknar. Hefur margvíslegra gagna og upplýsinga verið aflað hjá markaðsaðilum og öðrum haghöfum.

Að undangenginni framangreindri rannsókn og viðbótargagnaöflunar á síðustu stigum rannsóknarinnar telur Samkeppniseftirlitið að ekki séu forsendur til þess að íhlutast vegna samrunans. Mun Samkeppniseftirlitið því ekki aðhafast frekar vegna málsins sem telst því lokið. Ítarlegri ákvörðun um rannsóknina verður birt síðar á vef eftirlitsins.