
Samkeppniseftirlitið
hefur ákveðið að hefja sérstaka athugun sem miðar að því að kortleggja
stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja.
Athugunin
byggir á d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, en samkvæmt ákvæðinu er eitt af
hlutverkum Samkeppniseftirlitsins að fylgjast með „þróun á samkeppnis- og
viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna
stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja.“ Þar kemur einnig fram að stofnunin skuli
birta skýrslur um athuganir sínar.
Á vettvangi
matvælaráðuneytisins stendur nú yfir heildarstefnumótun í sjávarútvegi. Hluti
af því starfi er kortlagning stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi. Sem
lið í þessari vinnu hefur matvælaráðuneytið nú gert samning við
Samkeppniseftirlitið, sem gerir því kleift að hefja framangreinda athugun.
Frétt ráðuneytisins er aðgengileg hér.
Í
athuguninni felst upplýsingasöfnun og kortlagning sem tekur að lágmarki til
eftirtalinna þátta:
Niðurstöður
athugunarinnar verða settar fram í sérstakri skýrslu, en gert er ráð fyrir að
hún liggi fyrir í lok árs 2023.
Fyrir
liggur að yfirsýn og þekking á stjórnunar- og eignatengslum í íslensku
atvinnulífi hefur mikla þýðingu í starfsemi fleiri stofnana en
Samkeppniseftirlitsins, svo sem Fiskistofu, Seðlabanka Íslands og Skattsins. Samhliða
athuguninni er því stefnt að auknu samstarfi þessara stofnana, en í því felst
að umgjörð um eftirlit með stjórnunar- og eignatengslum í íslensku atvinnulífi
verði styrkt, rutt verði úr vegi mögulegum hindrunum í samstarfi hlutaðeigandi
stofnana og skilvirkni í stjórnsýslu á þessu sviði aukin. Er samstarf
framangreindra stofnana til þess fallið að gera þeim betur kleift að sinna
lögbundnum skyldum sínum.
Gerð verður
nánari grein fyrir framangreindu á síðari stigum.
"*" indicates required fields