Samkeppni Logo

Samráð – endurskoðun á leiðbeiningum ESB um samruna

31. október 2025

Í samrunaeftirliti hérlendis og við framkvæmd íslenskra samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið hliðsjón af leiðbeiningum framkvæmdarstjórnar ESB, bæði leiðbeiningum um lárétta samruna og leiðbeiningum um lóðrétta samruna og samsteypusamruna. Leiðbeiningarnar geta einnig verið notaðar við framkvæmd EES-samningsins.

Framkvæmdarstjórn ESB hefur nú hafið opið umsagnarferli vegna endurskoðunar á umræddum leiðbeiningum sínum fyrir samruna.

Allir hagaðilar og aðrir áhugasamir geta sent bæði almenn sjónarmið og svarað ítarlegri spurningalista á vef framkvæmdarstjórnarinnar. Einstaklingar og fyrirtæki geta þannig haft áhrif á vinnu framkvæmdarstjórnarinnar við að uppfæra og endurskoða leiðbeiningar sínar, og þannig haft möguleg áhrif á framtíðarverklag í samrunarannsóknum erlendis sem hérlendis.

Að sögn framkvæmdarstjórnar ESB verður í vinnu hennar lögð áhersla á nýsköpun, hagræði, viðnámsþol, tímaramma, fjárfestingar á einstökum sviðum, sjálfbærni, og breytingar í öryggis og varnarmálum. Nánar tiltekið verði lögð áhersla á að endurskoða hve mikið vægi skuli gefa þessum atriðum í mati á áhrifum samruna.

Nánar upplýsingar má nálgast hér á vef framkvæmdarstjórnar ESB – meðal annars hvernig senda skuli inn sjónarmið vilji aðilar taka þátt.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.