Samkeppni Logo

Útleiga atvinnuhúsnæðis – markaðsgreining

31. október 2025
snowcap mountain

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt rit nr. 6/2024 , Markaðsgreining – markaður fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis. Í  skjalinu er að finna greiningu á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis.

Greiningin byggir aðallega á samrunarannsóknum Samkeppniseftirlitsins veturinn 2023 til 2024 í málum sem lauk án ákvörðunar vegna fyrirhugaðra samruna fasteignafélaga sem ekki varð af.

Umræddar rannsóknir voru ítarlegar, þ.m.t. gagnaöflun Samkeppniseftirlitsins um starfsemi fasteignafélaga og samkeppni þeirra.

Í ljósi hlutverks Samkeppniseftirlitsins samkvæmt samkeppnislögum og í leiðbeiningarskyni er markaðsgreiningin birt í þeirri von um að hún nýtist markaðsaðilum og öðrum áhugasömum. Í ritinu er einnig að finna leiðbeiningar til fasteignafélaga og ráðgjafa þeirra. Umfjöllun um samkeppnisaðstæður á markaði í greiningunni eru eins og þær blöstu við á þeim tíma sem rannsóknir fóru fram.

Hægt er að nálgast markaðsgreininguna hér. Í viðauka við ritið er einnig að finna niðurstöðuskýrslu Gallup vegna könnunar sem framkvæmd var hjá viðskiptavinum fasteignafélaga.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.