27.4.2021

Kaup Samkaupa á verslunum Festi í Nóatúni og á Hellu

Samkeppniseftirlitinu hefur borist samrunatilkynning vegna kaupa Samkaupa annars vegar á verslun Festi í Nóatúni, Reykjavík, og hins vegar verslun Festi á Hellu. Verslun Festi í Nóatúni hefur verið rekin undir merkjum Krónunnar undanfarin ár og verslun félagsins á Hellu hefur verið rekin undir merkjum Kjarval.

Þeim sem vilja koma á framfæri athugasemdum vegna kaupanna er bent á að senda slíkar athugasemdir á netfangið samkeppni@samkeppni.is fyrir 6. maí nk.