28.2.2020

Leiðbeining og tilmæli vegna samstarf keppinauta í fjarskiptainnviðum

Með tilkynningu frá Kauphöllinni þann 19. desember 2019 var greint frá því að Síminn hf., Sýn hf. og Nova hf. hefðu undirritað viljayfirlýsingu um viðræður um möguleika á samnýtingu og samstarf við uppbyggingu fjarskiptainnviða.

Í kjölfar viðræðna við fyrirtækin og nánari athugunar á málinu beindi Samkeppniseftirlitið minnisblaði til fyrirtækjanna þar sem fjallað er um samkeppnishagsmuni í fjarskiptainnviðum, þá stefnumörkun sem byggt er á þessum efnum á Evrópska efnahagssvæðinu og túlkun og beitingu samkeppnisreglna að þessu leyti. Jafnframt eru í minnisblaðinu settar fram leiðbeiningar og tilmæli er varða mögulegar viðræður, framþróun fjarskiptainnviða og hlutverk stjórnvalda í þessari vinnu.

Minnisblaðið er aðgengilegt hér . Það er einnig hluti af gögnum sem átakshópur um uppbyggingu innviða ríkisstjórnarinnar hefur birt, sbr. www.innvidir2020.is