Samkeppni Logo

Ráðstefna um fákeppni í smærri hagkerfum

31. október 2025
snowcap mountain
Morgunáðstefna Samkeppniseftirlitsins um fákeppni í smærri hagkerfum fór fram í dag á Hótel Nordica. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti ráðstefnuna en frummælendur voru þeir John Kallaugher, lögmaður og gestaprófoessor við University College London og Friðrik Már Baldursson prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.  Auk frummælendanna fluttu forstjórar fjögurra norrænna samkeppniseftirlita erindi, þeir Claes Norgren frá Svíþjóð, Finn Lauritzen frá Danmörku, Knut Eggum Johansen frá Noregi og Páll Gunnar Pálsson. Fundarstjóri var Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ og formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Umræðuefni ráðstefnunar snérist fyrst og fremst um það hvernig stjórnvöld eigi að takast á við fákeppni í smærri hagkerfum.  Varpað var fram eftirfarandi spurningum:  Er þörf á strangari samkeppnisreglum í smærri hagkerfum þar sem samþjöppun er mikil og fákeppni algeng?  Á að brjóta upp markaðsráðandi fyrirtæki? Er krosseignarhald fyrirtækja vandmál?  Hver eru árangursríkustu tæki stjórnvalda til að takast á við afleiðingar aukinnar fákeppni?  Hver er reynsla annarra ríkja?  Hverjar eru áherslur Samkeppniseftirlitsins?
Ræður og glærur frummælenda og forstjóra samkeppniseftirlitanna má nálgast hér að neðan:
John Kallaugher glærur
Friðrik Már Baldursson glærur
Finn Lauritzen glærur
Knutt Eggum Johannsen glærur
Páll gunnar Pálsson glærur ræða á íslensku ræða á ensku

 

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.