
Samkeppnislög leggja bann við samstarfi keppinauta sem
raskað getur samkeppni. Lögin veita hins vegar heimild til þess að veita
undanþágu frá samráðsbanninu ef tryggt er að samstarf sé til hagsbóta neytendum
og samkeppni ekki ógnað. Unnt er að setja skilyrði til að tryggja þetta.
Samkeppniseftirlitið hefur í dag veitt grænlenska
skipafélaginu Royal Arctic Line A/S og Eimskip heimild til samstarfs sem felur
í sér samnýtingu á plássi í áætlunarskipum félaganna. Hefur
Samkeppniseftirlitið sett samstarfinu skilyrði sem ætlað er að tryggja
samkeppni á markaðnum.
Með framangreindu fyrirkomulagi verður grænlenska
félaginu kleift að bjóða upp á vikulegar áætlunarsiglingar til og frá Íslandi og
þjónusta íslenska viðskiptavini. Er þetta til hagsbóta fyrir íslenska
neytendur.
Skilyrði sem sett eru fyrir samstarfinu tryggja m.a.
aðgang grænlenska félagsins að hafnaraðstöðu á Íslandi, auk þess sem að stuðlað
er að því að laust flutningspláss geti nýst almennum viðskiptavinum,
umboðsmönnum og flutningamiðlunum.
"*" indicates required fields