Samkeppni Logo

Samkeppniseftirlitið veitir undanþágu sem gerir ferðaþjónustunni betur kleift að bregðast við COVID-19

31. október 2025
snowcap mountain

Í gær barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá
Samtökum í ferðaþjónustu (SAF) þar sem óskað var eftir undanþágu frá banni við
samkeppnishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til þess að samtökin gætu
auðveldar ferðaþjónustuaðilum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna COVID-19.

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni
í dag veitt SAF umbeðna undanþágu, sem gerir þeim betur kleift grípa til
aðgerða sem ætlað er að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri
ferðaþjónustu. Meðal annars gerir þetta SAF kleift að standa fyrir umfjöllun um
leiðir til að auðvelda viðskiptavinum aðildarfyrirtækja að taka ákvarðanir um
kaup á ferðaþjónustu og auka svigrúm viðskiptavina til að bregðast við áhættu
af útbreiðslu COVID-19 og annarri þróun sem henni tengist.

Undanþágan er veitt með nánar tilgreindum
skilyrðum. Ákvörðun nr. 9/2020 er aðgengileg hér. 

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.