4.12.2025

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu

  • LAUS-STORF

Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf sem sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum. Starfið felur í sér ábyrgð, yfirsýn og umsjón með kynningar-, leiðbeiningar- og vefmálum Samkeppniseftirlitsins ásamt því að taka þátt í innleiðingu stafrænna lausna og ýmissa þróunarverkefna. Þá felur starfið einnig í sér náið samstarf við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun stefnu varðandi miðlunar-, fræðslu- og kynningarefni Samkeppniseftirlitsins
  • Efnishönnun, textagerð og myndvinnsla
  • Umsjón með vef- og samfélagsmiðlum Samkeppniseftirlitsins
  • Skipulag og framkvæmd viðburða
  • Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna, þróunar- og umbótaverkefna
  • Þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna
  • Aðstoð við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins í fjölbreyttum verkefnum
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Reynsla og þekking á kynningarmálum og miðlun
  • Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum
  • Reynsla af almannatengslum kostur
  • Nákvæmni, skipulagshæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2025. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Haukur Guðmundsson, verkefnastjóri (gudmundurh@samkeppni.is) og Karítas Margrét Jónsdóttir, rekstrarstjóri (karitas@samkeppni.is) í síma 585-0700.

Sótt er rafrænt um starfið á starfatorg.is . Starfshlutfall er 100%. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en það er þó samkomulagsatriði. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Um Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitið hefur eftirlit með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur og þverfaglegur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

www.samkeppni.is

Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.