Pistlar

Standa þarf vörð um virka samkeppni
Athyglisvert er í þessu ljósi að sjá að þrátt fyrir yfirstandandi þrengingar halda stjórnvöld flestra landa í kringum okkur áfram að standa vörð um frjálsa samkeppni. Þótt stjórnvöld hafi þurft að styðja við atvinnurekstur með ríkisaðstoð af ýmsu tagi, leggja þau áfram áherslu á að tryggja virka samkeppni, því reynslan sýnir okkur að virk samkeppni flýtir efnahagsbata og verndar um leið hagsmuni almennings.

Umfjöllun hagsmunasamtaka fyrirtækja um verðlagningu – Reglur samkeppnislaga
Á föstudaginn var, þann 22. október, gaf Samkeppniseftirlitið út tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að umfjöllun hagsmunasamtaka um verð og verðlagningu fyrirtækja undir þeirra hatti væri sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað. Viðbrögð SA og VÍ sýna að full þörf var á því að vekja athygli á þeim skorðum sem samkeppnislög setja starfsemi og fyrirsvari hagsmunasamtaka fyrirtækja.