Samkeppniseftirlitið birtir í dag mat á reiknuðum ábata
vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins árin 2014-2023 í riti nr. 4/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2014-2023. Einnig
birtir Samkeppniseftirlitið í dag rit nr. 3/2024,
Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á
aðferðafræði og forsendum. Matið byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og
framfarastofnuninni (OECD) og hefur verið rýnt af óháðum sérfræðingi.