Samkeppniseftirlitið kallar eftir endurskoðun búvörulaga

Lesa meira

Afturköllun á tilkynningu vegna samruna Síldarvinnslunnar, Samherja og Ice Fresh Seafood

Lesa meira

Hvatar samkeppni í myndgreiningum - Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands og kvörtun Intuens Segulómunar ehf.

Fréttir
Lesa meira

Um og yfir 8 af hverjum 10 Íslendingum hafa upplifað vandamál sökum skorts á samkeppni

Fréttir
Lesa meira

Umsögn Samkeppniseftirlitsins um breytt frumvarp um undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum

Lesa meira

Fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins hafa ekki haldið í við þróun verkefnaumfangs

Lesa meira

Staða samrunamála

Skoða


Samkeppnisvísar

Skoða


Leiðbeiningarsíður

Skoða




Fréttir

Vestfirdir

2.9.2024 : Ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins um 17-29-föld fjárframlög til eftirlitsins árin 2014-2023

Samkeppniseftirlitið birtir í dag mat á reiknuðum ábata vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins árin 2014-2023 í riti nr. 4/2024Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2014-2023. Einnig birtir Samkeppniseftirlitið í dag rit nr. 3/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á aðferðafræði og forsendum. Matið byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hefur verið rýnt af óháðum sérfræðingi.

2.9.2024 : ECN styður drög framkvæmdastjórnarinnar

Nýverið birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, drög að leiðbeiningarreglum er varðar beitingu á ákvæði 102. gr. TFEU. Ákvæðið er samhljóða 11. gr. samkeppnislaga sem bannar alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með drögunum er verið að leitast eftir því að auka réttarvissu og auka samræmi í beitingu á ákvæðinu.

Taxi-1-

28.8.2024 : Sátt Samkeppniseftirlitsins við Hreyfil vegna takmörkunar á atvinnuréttindum leigubifreiðastjóra

Samkeppniseftirlitið og Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Í sáttinni felst að Hreyfill mun ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér jafnframt aðra þjónustuaðila sem sinna leigubifreiðastjórum. 

 


Pistlar

Samrunar

Margt er skrifað og misjafnt satt - staðreyndir um samrunamál

Nýlega vöknuðu til lífsins kunnuglegar gagnrýnisraddir samrunaeftirlits og kváðu sér hljóðs. Tilefni þessa pistils er að fjalla um samrunaeftirlit Samkeppniseftirlitsins síðustu þrjú ár 2021-2023 byggt á tölum og staðreyndum.