6.9.2019

„Starf samkeppniseftirlita er mikilvægara en nokkru sinni“ – sagði Margrethe Vestager

  • Myndsolstrand

Haustfundur norrænna samkeppniseftirlita var haldinn í Bergen nú í vikunni. Á fundinum fögnuðu samkeppniseftirlitin 60 ára afmæli norræns samstarfs á þessu sviði.

Af þessu tilefni ávarpaði Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, fundinn. Gerði hún að umtalsefni þær öru breytingar sem nú standa yfir, með sífellt meiri netvæðingu viðskipta. Ekki væri sjálfgefið að almenningur nyti til fulls ávaxtanna af þessum breytingum. Forsendan fyrir því væri virk samkeppni og því væri mikilvægara en nokkru sinni að samkeppniseftirlit fylgdust með og gripu inn í þegar ástæða væri til.

Á fundinum ræddu norrænu samkeppniseftirlitin nánar þessar breytingar í viðskiptalífinu og hvernig þau gætu gert samstarf sitt á þessu sviði enn þéttara.

Ræðu Margrethe Vestager má nálgast hér

Frétt norska samkeppniseftirlitsins má nálgast hér