Samkeppni Logo

Verðhækkanir og eftirlit með mögulegum samkeppnisbrestum

31. október 2025

Á vettvangi
Samkeppniseftirlitsins stendur nú yfir upplýsingaöflun sem miðar að því að
greina áhrif óhagstæðra ytri aðstæðna á
verðhækkanir á lykilmörkuðum. Eins og kunnugt er hefur á undanförnum misserum
borið á hnökrum í aðfangakeðjunni, vöruskorti, lengri afgreiðslutíma á
innfluttum vörum og verðhækkun hrávöru. Eru þetta m.a. afleiðingar breytinga á
eftirspurn á tímum COVID-19 og nú síðustu vikur afleiðingar af stríðsrekstri
Rússa í Úkraínu.

Þessari þróun hefur fylgt umræða um þörf á
verulegum verðhækkunum, sem að einhverju leyti hafa þegar komið fram. Á
móti hefur verið bent á góða afkomu margra fyrirtækja, auk þess sem styrking á
gengi krónunnar hefur unnið gegn þörf á verðhækkunum á innfluttum vörum.

Upplýsingaöflun Samkeppniseftirlitsins beinist
fyrst um sinn að þróun framlegðar á dagvörumarkaði, eldsneytismarkaði og sölu
byggingarefnis. Miðar vinnan að því að koma auga á mögulega samkeppnisbresti á
viðkomandi mörkuðum.

Að beiðni
menningar- og viðskiptaráðherra tók Samkeppniseftirlitið saman minnisblað um
athugunina fyrr í mánuðinum. Minnisblaðið er aðgengilegt hér.

Framangreind
gagnaöflun er langt komin og stendur úrvinnsla gagna yfir. Samkeppniseftirlitið
mun gera betur grein fyrir athuguninni og niðurstöðum hennar þegar þær liggja
fyrir. 

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.