Samkeppniseftirlitið starfar samkvæmt samkeppnislögum nr. 44/2005
Samkeppniseftirlitið hefur mismiklu hlutverki að gegna skv. eftirfarandi lögum:
- Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002
- Raforkulög nr. 65/2003
- Lög um fjarskipti nr. 81/2003
- Lög um opinber innkaup nr. 84/2007
- Lög um sérstakan saksóknara nr. 135/2008
- Lög um fjölmiðla nr. 38/2011
Um starfsemi stjórnvalda gilda upplýsingalög og stjórnsýslulög:
- Stjórnsýslulög nr. 37/1993
- Upplýsingalög nr. 140/2012
- Reglur nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins
- Reglur nr. 924/2007 um breytingar á málsmeðferðarreglum Samkeppniseftirlitsins
- Reglur nr. 380/2023 um starfsreglur stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
- Reglur nr. 490/2013 um markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitsins
- Reglur nr. 890/2005 um niðurfellingu eða lækkun sekta í samráðsmálum
- Leiðbeiningar um beitingu 15. gr. samkeppnislaga undantekning frá banni við samráði fyrirtækja
Samningar og ákvarðanir sem brjóta í bága við 1. málsgrein (mgr.) 53. grein (gr.) EES-samningsins eru sjálfkrafa ógildir, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Á grundvelli 3. mgr. 53. gr. kemur hins vegar til greina að veita svokallaðar hópundanþágur, en um er að ræða almennar undanþágur frá bannákvæði 1. mgr. 53. gr. Undanþágurnar eru veittar á grundvelli sérstakra reglugerða og er þeim samningum sem uppfylla skilyrði viðkomandi reglugerðar veitt undanþága. Þar með geta fyrirtækin sjálf metið hvort að samningar þeirra brjóti í bága við 1. mgr. 53. gr. eða uppfylli skilyrði 3. mgr. sömu greinar og njóti því undanþágu.Tenglar fyrir reglur um hópundanþágur er að finna hér fyrir neðan á íslensku (hlekkir opnast í nýjum glugga).
Reglugerð nr. 1272/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 906/2009 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða milli áætlunarskipafélaga (skipafélagasamtaka). Sjá einnig reglugerð nr. 203/2015 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 697/2014 um breytingu á reglugerð nr. 906/2009 að því er varðar gildistíma hennar.
Reglugerð nr. 927/2010 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB)nr. 330/2010 um hópundanþágu gagnvart flokkum lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða.
Reglugerð nr. 926/2010 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 267/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða á sviði vátrygginga.
Reglugerð nr. 1273/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 461/2010 um hópundanþágu gagnvart flokkum lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða á sviði vélknúinna ökutækja.
Reglugerð nr. 1274/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1217/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um rannsóknir og þróun.
Reglugerð nr. 1275/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1218/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um sérhæfingu.
Reglugerð nr. 621/2016 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 316/2014 um hópundanþágu gagnvart flokkum samninga um tækniyfirfærslu.
Að auki hefur Eftirlitsstofnun EFTA gefið út út leiðbeinandi reglur og tilkynningar sem varða ýmiss atriði er lúta að beitingu samkeppnisreglna sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar. Þessar leiðbeinandi reglur og tilkynningar eru efnislega sambærilegar þeim réttarheimildum sem framkvæmdastjórn ESB hefur sett. Tenglar fyrir þessar reglur og tilkynningar má finna hér.
- Verklagsreglur um skipan og störf eftirlitsaðila sem skipaðir eru á grundvelli sátta í málum fyrir Samkeppniseftirlitinu
- Nýr samningur milli norrænu samkeppniseftirlitana um samstarf í samkeppnismálum undirritaður 2014
- Samningur um breytingu á og aðild Svíþjóðar að samningnum milli Danmerkur, Íslands og Noregs um samstarf í samkeppnismálum
- Samningur milli Danmerkur, Íslands og Noregs um samstarf í samkeppnismálum
- Leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana
- Leiðbeinandi reglur nr. 197/2022 Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskiptamála
- Leiðbeinandi reglur nr. 198/2022 Byggðastofnunnar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn póstmála
Ákvæði um samkeppnismál eru veigamikill hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn), en þau er að finna í meginmáli samningsins, bókunum og viðaukum við hann. Öll lönd Evrópusambandsins auk Noregs, Islands og Liechtenstein eru aðilar samningsins og var hann lögfestur hér á landi með lögum nr. 2/1993. Markmið samkeppnisreglna samningsins er að skapa einsleitt og öflugt samkeppnisumhverfi á EES-svæðinu. Helstu efnisreglur samningsins um samkeppnismál er að finna í 53. gr., sem bannar samráð fyrirtækja, 54. gr., sem bannar misnotkun fyrirtækis á markaðsráðandi stöðu og 57. gr., sem fjallar um samruna fyrirtækja.
Samkeppnisreglum EES-samningsins er aðeins beitt þegar samningar og ákvarðanir fyrirtækja á EES-svæðinu geta haft bein eða óbein áhrif á viðskipti á svæðinu. Samkeppnisreglur EES-samningsins gilda samhliða hinum íslensku samkeppnislögum nr. 44/2005. Samkeppnisreglum samningsins er beitt af Eftirlitsstofnun EFTA (e. EFTA Surveillance Authority, skammstafað ESA), framkvæmdastjórn EB (e. The Commission of the European Communities) og Samkeppniseftirlitinu. Skipting mála milli ESA og framkvæmdastjórnarinnar er á grundvelli 56. gr. og 57. gr. EES-samningsins. Samkeppniseftirlitinu ber á grundvelli samkeppnislaga að beita 53. og 54. gr. samningsins hafi samningar fyrirtækja áhrif á svæðinu, sbr. nánar VII. kafla samkeppnislaga. Nánari upplýsingar um samkeppnisreglur EES samningsins er að finna hér. Kvartanir og ábendingar vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins er unnt að beina til ESA eða til Samkeppniseftirlitsins.
Hópundanþágur
Samningar og ákvarðanir sem brjóta í bága við 1. málsgrien (mgr.) 53. grein (gr.) EES-samningsins eru sjálfkrafa ógildir, saman ber (sbr.) 2. mgr. greinarinnar. Á grundvelli 3. mgr. 53. gr. kemur hins vegar til greina að veita svokallaðar hópundanþágur, en um er að ræða almennar undanþágur frá bannákvæði 1. mgr. 53. gr. Undanþágurnar eru veittar á grundvelli sérstakra reglugerða og er þeim samningum sem uppfylla skilyrði viðkomandi reglugerðar veitt undanþága. Með tilkomu undanþáganna geta fyrirtæki metið sjálf hvort að samningar þeirra brjóti í bága við 1. mgr. 53. gr. eða uppfylli skilyrði 3. mgr. sömu greinar og njóti því undanþágu. Tenglar fyrir þessar reglur um hópundanþágur er að finna hér (hlekkir opnast í nýjum glugga).
- Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna lárétta samninga um samvinnu
- Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða vegna lárétta samninga á sviði flutninga
- Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna samninga á sviði vátrygginga
- Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna vegna lóðrétta samninga
- Aðrar reglugerðir
Hópundanþágur sem ekki eru lengur í gildi eru að finna í reglugerðarsafni.
Minniháttarreglan
Minniháttarreglan (e. de minimis rule) gildir um samninga og annað samráð sem talið eru svo minniháttar að það telst ekki falla undir 1. málsgrein (mgr.) 53. grein (gr.) Enda þótt umræddir samningar séu strangt til tekið bannaðir samkvæmt 1. mgr. 53. gr. er talið að markaðshlutdeild viðkomandi keppinauta undir 10% sé svo lítil eða óveruleg að samningurinn falli ekki undir 53. gr. Sé hins vegar um fyrirtæki að ræða sem ekki eru keppinautar má sameiginleg markaðshlutdeild þeirra ekki fara yfir 15% svo minniháttarreglan eigi við
Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út tilkynningu um minniháttarsamninga.