7.11.2021

Fjölsótt og vel heppnuð ráðstefna um samkeppnismál í Kaupmannahöfn

  • Pallfb1
Danska samkeppniseftirlitið stóð fyrir fjölsóttri og vel heppnaðri ráðstefnu í Kaupmannahöfn í vikunni þar sem fjallað var um áskoranir í samkeppnismálum. Margrethe Vestager, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, sótti fundinn og flutti opnunarerindi.
2vestager02Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, flutti erindi og tók þátt í pallborðsumræðum um áskoranir framundan á stafrænum mörkuðum. Víða í heiminum, eru stjórnvöld nú að huga að því að efla heimildir samkeppnisyfirvalda, meðal annars til þess að tryggja hagsmuni almennings og fyrirtækja af virkri samkeppni á stafrænum mörkuðum.

Panel-02fb-ahHafa dönsk stjórnvöld kynnt áform um að efla markaðsrannsóknarheimildir samkeppniseftirlitsins þar í landi. Á fundinum var meðal annars fjallað um heimildir breska, íslenska og norska eftirlitsins sem nýst geta í þessu sambandi.