11.8.2022

Áframhaldandi sáttarviðræður vegna rannsóknar á kaupum Ardian á Mílu – Fallist á ósk um framlengdan frest

  • Untitled-design-97-

Með frétt Samkeppniseftirlitsins þann 21. júlí og frétt 9. ágúst sl. var gerð grein fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á kaupum fjárfestingarsjóðsins Ardian á Mílu. Kemur þar fram að Ardian hafi snúið sér til Samkeppniseftirlitsins og óskað eftir sáttarviðræðum. Eftirlitið féllst á þær viðræður og er markmið þeirra að kanna hvort tillögur Ardian að skilyrðum geti leyst þau samkeppnislegu vandamál sem ella stafa af samrunanum.

Samhliða því að óska eftir sjónarmiðum Fjarskiptastofu, viðskiptavina og keppinauta Mílu um tillögur Ardian hefur Samkeppniseftirlitið átt í ítrekuðum viðræðum við Ardian. Til þess að skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður hefur Ardian í dag óskað eftir því að Samkeppniseftirlitið framlengi frest þess til að rannsaka málið. Eins og lýst er í meðfylgjandi bréfi Samkeppniseftirlitsins, dagsettu í dag, hefur eftirlitið fallist á þessa beiðni Ardian. Frestur til rannsóknar á samrunanum hefur því verið framlengdur um 20 virka daga, eða til 15. september næstkomandi.