Samkeppni Logo

Upplýsingasíða um breytingar á greiðslukortamarkaði – Leiðbeining

31. október 2025

Þann 18. desember 2005 var greint frá því að Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor hefðu hver fyrir sig gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar þess á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði.

Fyrrgreindum sáttum er ætlað að leiða til mikilvægra breytinga á greiðslukortamarkaði. Megintilgangurinn með þeim er að tryggja samkeppnislegt jafnræði keppinauta á sviði færsluhirðingar og greiðslukortaútgáfu, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum í starfsemi fjármálafyrirtækja á greiðslukortamarkaði, stuðla að aukinni hagkvæmni í greiðslukortaþjónustu með því að skapa grundvöll fyrir sterkara aðhald viðskiptavina og að öðru leyti stuðla að virkari samkeppni á sviði kortaútgáfu og færsluhirðingar.

Mikilvægt er að söluaðilar og neytendur séu upplýstir um breytingarnar og sýni nauðsynlegt aðhald. Þessi upplýsingasíða veitir aðgang að upplýsingum um framangreindar sáttir og aðgerðir sem í þeim felast.

Um yfirstandandi breytingar:

  • Frétt, dags. 18. desember 2014, Verulegar breytingar á greiðslukortamarkaði – Bankar og greiðslukortafyrirtæki gera sátt við Samkeppniseftirlitið.
  • Frétt, dags. 30. apríl 2015, Breytingar á greiðslukortamarkaði til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnulíf.
  • Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, Breytingar á skipulagi og framkvæmd á greiðslukortamarkaði.
  • Kynningarbréf til hagsmunaaðila:

Bréf til Neytendasamtakanna, dags. 9. júní 2015
Bréf til ASÍ, dags. 9. júní 2015
Bréf til Samtaka verslunar og þjónustu, dags. 9. júní 2015
Bréf til Fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 9. júní 2015
Bréf til Félags atvinnurekenda, dags. 9. júní 2015

Aðrar lykilákvarðanir um greiðslukortamarkaðinn:

Skýrslur um samkeppnisaðstæður á fjármálamarkaði, þ.m.t. greiðslukortamarkaði:

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.