Samrunamál

Samruni í skilningi samkeppnislaga telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum fyrirtækis til frambúðar, svo sem vegna sameiningar tveggja fyrirtækja eða yfirtöku eins fyrirtækis á öðru

Samrunagjald

Greiða þarf sérstakt samrunagjald við afhendingu samrunatilkynningar að upphæð kr. 500.000 fyrir lengri tilkynningu og kr. 200.000 fyrir styttri tilkynningu. Í samkeppnislögum kemur fram að fyrirtæki sem tilkynnir samruna skuli greiða samrunagjaldið. Frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samruna byrja að líða þegar fullnægjandi samrunaskrá hefur borist eftirlitinu og samrunagjald hefur verið greitt. 

 Greiðsluupplýsingar: Bankareikningur 0001-26-25874, kt. 540269-6459. 

Senda þarf kvittun á netfangið samkeppni@samkeppni.is