Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ósk Nýju sendibílastöðvarinnar hf. um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlega gjaldskrá fyrir ökumenn sem aka á vegum stöðvarinnar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2014
  • Dagsetning: 13/6/2014
  • Fyrirtæki:
    • Nýja sendibílastöðin ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá Nýju sendibílastöðinni þar sem óskað var eftir heimild, skv. 15. gr. samkeppnislaga, til útgáfu á hámarksökutöxtum fyrir sendibílstjóra sem aka frá stöðinni. Erindið kom í framhaldi af upplýsingabréfi um samkeppnislögin sem Samkeppniseftirlitið sendi Nýju sendibílastöðinni og nokkrum öðrum sendibílastöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Nýju sendibílastöðinni var veitt umbeðin heimild til að gefa út hámarksökutaxta fyrir sendibílstjóranna. Heimildin gildir í fimm ár og er bundin tilteknum skilyrðum.