Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrlausnir

Ákvarðanir

Málsnúmer 13/2017 Sækja skjal
Heiti Kaup Horns III slhf. á hlut í Líflandi ehf.
Dagsetning 6/4/2017
Fyrirtæki
  • Lífland ehf.
  • Horn III slhf.
Atvinnuvegir
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Landbúnaður
Málefni
  • Samrunamál
Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns III slhf. á hlut í Líflandi. Lífland starfar á mörkuðum sem allir tengjast landbúnaði eða matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækið starfar á framleiðslu-, heildsölu og smásölustigi en helstu dótturfélög fyrirtækisins eru Kornax mjöl og Nesbúegg. Þessi fyrirtæki framleiða og selja annars vegar mjöl og hins vegar egg. Starfsemi Horns III felst í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Félagið er framtakssjóður sem stofnaður er af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. Sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði Líflands og Nesbúeggja gagnvart Landsbankanum. Þá eru jafnframt í gildi skilyrði sem tryggja eiga sjálfsstæði Landsbréfa og Horns III gagnvart Landsbankanum sbr. skilyrði sem sett voru samhliða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2016 Kaup Horns III slhf. á hlut í Basko ehf. Að undangenginn rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir

Engir úrskurðir finnast

Héraðsdómur

Dómur

Enginn dómur finnst

Hæstiréttur

Dómur

Enginn dómur finnst

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar

Engar fréttir finnast

Skýrslur

Engar skýrslur finnast

Kynningar

Engar kynningar finnast

Til baka


Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins