Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Horns III slhf. á hlut í Líflandi ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 13/2017
  • Dagsetning: 6/4/2017
  • Fyrirtæki:
    • Lífland ehf.
    • Horn III slhf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Landbúnaður
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns III slhf. á hlut í Líflandi. Lífland starfar á mörkuðum sem allir tengjast landbúnaði eða matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækið starfar á framleiðslu-, heildsölu og smásölustigi en helstu dótturfélög fyrirtækisins eru Kornax mjöl og Nesbúegg. Þessi fyrirtæki framleiða og selja annars vegar mjöl og hins vegar egg. Starfsemi Horns III felst í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Félagið er framtakssjóður sem stofnaður er af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. Sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði Líflands og Nesbúeggja gagnvart Landsbankanum. Þá eru jafnframt í gildi skilyrði sem tryggja eiga sjálfsstæði Landsbréfa og Horns III gagnvart Landsbankanum sbr. skilyrði sem sett voru samhliða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2016 Kaup Horns III slhf. á hlut í Basko ehf. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.