Málsnúmer | 37/2017 | Sækja skjal |
Heiti | Kaup GÞ holding ehf. á öllu hlutafé í Gámaþjónustunni ehf. | |
Dagsetning | 20/10/2017 | |
Fyrirtæki |
|
|
Atvinnuvegir |
|
|
Málefni |
|
|
Reifun |
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna GÞ holding ehf. og Gámaþjónustunnar ehf. Eigendur GÞ holding eru annars vegar eignarhaldsfélagið Barone I ehf., sem er í eigu einkafjárfesta, og hins vegar SÍA III slhf. sem er framtakssjóður í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis ehf., dótturfélags Arion banka. Í kjölfar viðskiptanna verður Gámaþjónustan undir sameiginlegum yfirráðum þessara félaga en starfsemi félagsins er á sviði sorphirðu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög auk þess sem félagið sinnir söfnun endurvinnsluefna. Þá rekur félagið móttöku- og flokkunarstöð ásamt endurvinnslustöð fyrir almenning í Hafnarfirði. Þá er jafnframt rekin jarðgerðarstöð af hálfu fyrirtækisins sem framleiðir moltu. Innan samstæðu félagsins eru jafnframt fyrirtæki í tengdri starfsemi s.s. Efnamóttakan sem er sérhæfð í móttöku spilliefna og raftækjaúrgangs og Hafnarbakki-Flutningatækni ehf. sem sinnir ýmsum innflutningi fyrir samstæðuna. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. Hins vegar hafa verið sett skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði Gámaþjónustunnar gagnvart Arion Banka hf. og keppinautum félagsins með mögulegt sameiginlegt eignarhald. Þá eru einnig í gildi skilyrði sem tryggja eiga samkeppnislegt sjálfsstæði Stefnis hf. gagnvart Arion banka hf. sbr. skilyrði sem sett voru samhliða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2014 Kaup Bekei hf. á Bakkanum vöruhóteli o.fl. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum. |
Úrskurðir
Engir úrskurðir finnast
Dómur
Enginn dómur finnst
Dómur
Enginn dómur finnst