Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Athugun Samkeppniseftirlitsins á drykkjarvörumörkuðum vegna beiðni um undanþágu fyrir söfnun og miðlun á markaðsupplýsingum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 40/2017
  • Dagsetning: 15/11/2017
  • Fyrirtæki:
    • Rannsóknarsetur verslunarinnar
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun (nr. 40/2017), þar sem tekin er afstaða til beiðni Rannsóknarseturs verslunarinnar (hér eftir RSV) um undanþágu samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, til þess að koma á fót gagnasafni fyrir sölutölur á drykkjavörumörkuðum sem nýtast eigi aðilum á þeim mörkuðum, þ.á.m. keppinautum á einstökum mörkuðum, sem og öðrum fyrirtækjum sem stunda markaðsrannsóknir. Að undangenginni viðamikilli rannsókn og gagnaöflun var það mat Samkeppniseftirlitsins að umrætt samstarf væri til þess fallið að raska samkeppni með þeim hætti að það færi gegn 10. gr. samkeppnislaga. Þá var það mat Samkeppniseftirlitsins að RSV hefði ekki sýnt fram á að samstarfið uppfyllti skilyrði 15. gr. samkeppnislaga til að hljóta undanþágu frá 10. gr. laganna. Var beiðni RSV fyrir undanþágu því hafnað.