Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Arion banka hf. á TravelCo hf., Heimsferðum ehf. og Terra Nova Sól ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 31/2019
  • Dagsetning: 14/10/2019
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki hf.
    • TravelCo hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

     Samkeppniseftirlitinu barst þann 3. júlí 2019 samrunatilkynning vegna yfirtöku Arion banka hf. á TRAVELCO hf. Um er að ræða samruna í skilningi samkeppnislaga nr. 44/2005. Samruni þessi kemur til vegna þess að Arion banki gekk að veðréttindum sínum í hlutafé í TRAVELCO. Við samrunann öðlaðist Arion banki einnig yfirráð yfir dótturfélögum TRAVELCO, þ.m.t. íslensku ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova Sól.

    Samkeppniseftirlitið taldi að tilefni væri til íhlutunar skv. 17. gr. c. samkeppnislaga.

    Undir meðferð málsins lýsti Arion banki vilja til þess að gangast undir sátt í málinu á grundvelli 17. gr. f. laganna og 22. gr. reglna um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005. Leiddu viðræður við samrunaaðila til sáttar í málinu. Telur Samkeppniseftirlitið að skilyrði sáttarinnar leysi hin samkeppnislegu vandamál sem af samrunanum kunna að stafa.