Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Landsvirkjunar vegna sölu á ótryggri orku til fyrirtækja í fiskþurrkun á köldum svæðum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2019
  • Dagsetning: 17/10/2019
  • Fyrirtæki:
    • Orkusalan ehf.
    • Landsvirkjun
  • Atvinnuvegir:
    • Orkumál
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Með ákvörðun nr. 30/2019, hefur Samkeppniseftirlitið heimilað Landsvirkjun að gera samninga við sölufyrirtæki um sölu á ótryggu rafmagni til fyrirtækja sem starfa við fiskþurrkun á s.k. köldum landsvæðum. Var það gert í þeim tilgangi að viðkomandi endanotendur fengju notið raforku á lægra verði en gengur og gerist í almennum heildsölusamningum og væru þar með tilbúnir að undirgangast ákveðin skilyrði sem sala á ótryggu rafmagni fæli í sér. Kom fram af hálfu Landsvirkjunar, að félagið hafi með sölu á ótryggu rafmagni, fyrst og fremst verið að nýta umframorku úr vinnslukerfi fyrirtækisins og þannig koma í veg fyrir að vatn renni ónýtt til sjávar. Hafi tilgangur með framangreindri sölu einnig verið sá að draga úr mengun af völdum notkunar olíu til ýmiss konar hitunar. 

    Eins og áform Landsvirkjunar hafa verið kynnt er það mat Samkeppniseftirlitsins að skilyrði 15. gr. samkeppnislaga til undanþágu séu uppfyllt, enda bjóðist öllum smásöluaðilum rafmagns að gera samninga um ótryggt rafmagn til fiskþurrkunarfyrirtækja á köldum svæðum með þeim kvöðum sem þessari sölu eru settar. Þá er það á hendi smásöluaðila viðkomandi rafmagns að ákveða smásöluverð til fiskþurrkunarfyrirtækja á köldum svæðum. Var umbeðin undanþága Landsvirkjunar á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga því veitt.