Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Festi hf. og Íslenskrar orkumiðlunar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2020
  • Dagsetning: 13/5/2020
  • Fyrirtæki:
    • Festi hf.
    • Íslensk orkumiðlun hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Orkumál
    • Raforkumál (framleiðsla, flutningur, dreifing og sala)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Festi hf. og Íslenskrar orkumiðlunar ehf. (ÍOM). Festi er fyrirtæki sem starfrækir m.a. eldsneytisstöðvar undir vörumerkinu N1 og matvöruverslanir undir vörumerkinu Krónan. ÍOM er fyrirtæki sem selur raforku til endanotenda, bæði einstaklinga og fyrirtækja.

    Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Festi og ÍOM leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna.